2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment
Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum. Fáir setjast niður til að tala um hvað þau vilji leggja af mörkum til barnsins, til uppeldisins, til að tryggja því lífsgleði, bjartsýni og traust. Í vinnu sinni með foreldrunum leggur Kodjoe upp úr því að breyta viðhorfi þeirra. Hún hittir foreldrana hvort í sínu lagi og fræðist um bakgrunn þeirra og samskiptamynstur í æsku. Hún bendir á að við samskiptamynstur erfast, það er eitthvað sem við lærum af því fordæmi sem foreldrar okkar gefa okkur í æsku. Foreldrar sem eiga í deilum átta sig oft á því að deilurnar hófust jafnvel löngu en þau kynntust. Það hjálpar þeim að nálgast sínar aðstæður á allt annan hátt.
Kodjoe bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast heldur foreldrarnir líka. Þau þurfa að þroskast hvort um sig og einnig sem par og sem foreldrar. Þannig er hægt að koma hlutunum í jafnvægi og minnka álag. Þannig geta foreldrarnir einnig dregið úr tilfinningunni að þau séuð andstæðingar.
Kodje telur mikilvægt að að þau fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir. Hún bendir á að samfélagið, nágrannar og fjölskyldan geti lagt sitt af mörkum til að komast hjá vandamálunum, og það þýðir fyrst og fremst að foreldrar fái upplýsingar um hvað ungabarnið þeirra þarfnast.
Börn þurfa örugg, ástúðleg tengsl, til að finnast þau vera velkomin og til að geta þroskast í friði. Þess vegna þarf þekkingu á tengslamyndun og þekkingu á þörfum barnanna, ef svo skyldi fara að foreldrarnir skildu. Þessu þarf að koma til skila mjög snemma. Foreldrar sem skilja geta skilið sem par en ekki sem foreldrar. Þess vegna þurfa þau að fá ráðleggingar og ræða hvernig þau ætla að standa að málum.
Kodjoe sér einnig þörf fyrir að lífsleiknikennslu í skólakerfinu og bendir á að börn eiga afar auðveld með að tjá sig þegar þau þjást og greina frá sársauka sem þau upplifa. Þannig geta þau fært foreldrunum lausnina sem þau dreymir um. Kodjoe bendir á að lítil börn eru mjög samvinnuþýð og elska foreldra sína. Öll börn eiga rétt á skemmtilegri, ástríkri og litríkri æsku.