Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

2021-09-09 | PASG Brussels | Bruno Humbeeck

Bruno Humbeeck

Í erfiðum skilnaði geta börn orðið óviljandi vitni, sem getur valdið þeim skaða. Núna er æ meira krafa á foreldra um að skipuleggja umgengni eftir skilnað út frá hagsmunum barnsins. Bruno Humbeeck, prófessor í skólasálfræði og rannsóknastjóri við Háskólann í Mons, er sérfræðingur í seiglu og býður ráðgjöf í fjölskyldufræðslu, tengslum milli heimilis og skóla, neyslu, fíkn og aðstoð við félagsleg vandamál.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.