2019-09-14 | PASG Philadelphia | Nick Woodall

Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, getur barn sem elst upp við foreldraútilokun  upplifað sig knúið til að hafna öðru foreldrinu vegna þrýstings frá hinu en við það er hætta á að barnið kljúfi sjálf sitt og upplifi í kjölfarið heiminn sem svartan og hvítan.

Þá er annað foreldrið holdgervingur alls sem er gott og hitt alls sem er slæmt,  en í raun er barnið að varpa sundruðu sjálfi sínu yfir á foreldrana. Slíkur klofningur getur  verið til staðar fram á fullorðinsár ef barnið fær ekki viðeigandi sálfræðimeðferð, og hefur þá áhrif á sjálfsmynd barna og sambönd þeirra við aðra.

Að mati Woodall þarf því að skoða útilokun sem barnaverndarmál en ekki sem forsjár- eða umgengnismál því í raun sé útilokun ofbeldi gegn börnum miðað við langvarandi afleiðingar þess. Ef ekkert er gert er hætta á að næsta kynslóð erfi áfall barnsins með tilheyrandi neikvæðum áhrifum.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Jorge Guerra González

Jorge Guerra González

Dr. Jorge Guerra González er lögfræðingur og sáttamiðlari sem telur að þörf sé meiri upplýsingum og gögnum hvað varðar röskunina foreldraútilokunarheilkenni. Fjölskyldudómstóll er að hans mati ekki besta stofnunin til að takast á við fjölskylduvandamál. Til að sameiginleg forsjá verði ákveðin þarf fólk, börn, að tala almennilega saman. González segir lausnina felast í sáttamiðlun, þannig má spara peningum, orku og tíma.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email