2021-09-09 | PASG Brussels | Jorge Guerra González

Dr. Jorge Guerra González er með gráðu í lögfræði, félagshagfræði, sjálfbærri þróunarsamvinnu og þegar viðtalið var tekið var hann að læra sálfræði. Hann kennir einnig og stundar rannsóknir við þýska Leuphana háskólann. Hann er sáttasemjari, talsmaður barnsins, umönnunaraðili og fjölskylduþjálfari og tekur einnig virkan þátt í að breyta leiðum og hugmyndafræði til foreldrafirringar á alþjóðlegum vettvangi.

González telur helsta vandamálið felast í því að það er ekki til neitt foreldraútilokunarheilkenni vegna þess að það er engin röskun sem hefur þetta heiti. Þess vegna eru ekki til staðar tölfræðileg gögn um hvað gerist hjá fjölskyldum eftir úrskurð fjölskyldudómstóls og því er ekki hægt að fullyrða að meiri sameiginleg forsjá leiði til minni foreldraútilokunar. Þörf er á meiri upplýsingum og gögnum hvað þetta varðar. Við höfum ekki tölulegu gögnin, heldur rökrænu leiðina

González bendir á þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi áhrif foreldranna á barnið, í öðru lagi það að rugla saman því sem sagt er við velferð barnsins. Í þriðja lagi að koma í veg fyrir að dómarar taki þessa ákvörðun. Án áhrifa foreldra á barnið verður engin foreldraútilokun. Vegna þess að við þurfum úrskurð dómstóls. Það er nauðsynlegt en ekki nægilegt. Á því stigi er hægt að koma á sameiginlegri forsjá og þá verður áhrifastaða beggja foreldranna jöfn, þannig að erfiðara verður fyrir annað foreldrið að beita áhrifum sínum á barnið gegn hinu. Annað atriðið, það að rugla saman orðum,vilja og velferð barnsins, sem dómari þarf að gera greinarmun þar á. Og þá er hægt að hindra dómstólinn, fjölskyldudómstólinn í að kveða upp slíkan úrskurð, umgengnissviptingu.

Að mati González er fjölskyldudómstóll ekki besta stofnunin til að takast á við fjölskylduvandamál, vegna þess að lögfræðingar og dómarar eru mjög fróðir um lögin og geta aðeins úrskurðað um lagaleg úrlausnarefni. Markmiðið með sáttamiðlun er ekki að ná samkomulagi heldur að komast að kjarna vandans. Þá hverfur vandamálið.

Sem sáttamiðlari skiptir González fólki í tvo flokka. Einstaklingar sem hann getur náð til og einstaklingar sem hann getur ekki náð til. Einstaklingarnir í seinni hópnum eru oft sjálfhverfar manneskjur og ef þú átt börn með slíkri manneskju er það mjög erfitt. Sjálfhverfir einstaklingar munu ekki biðja um eða hrópa á hjálp vegna að þetta eru yfirleitt greindir einstaklingar, sem vita að ef þeir samþykkja ekki, þá muni þeir tapa barninu sínu.

González bendir einnig á að við getum ekki sagt að dómarar séu góðir eða slæmir, þeir eru eins og hver önnur starfsstétt. Spurningin er hvort sumir þeirra séu áhugasamari en aðrir, og vilji læra meira og gera úrbætur. Ef þeir breyta viðhorfi sínu breyta þeir kerfinu. Þetta er bara kerfi, mjög mannlegt sem við verðum að breyta og því lengur sem það tefst, þeim mun verra fyrir suma. Því þarf að gera það eins fljótt og mögulegt er.

Í Þýskalandi er spurningin um meðlagið eins spurning um allt eða ekkert.Það er ekki svolítið, annaðhvort færðu það allt eða ekki. Þannig að ef þú ert með svolítið meira en 50% forsjá yfir barni færðu meðlag frá hinu foreldrinu,annars ekki. Þannig að það borgar sig að halda barninu og þá færðu hvort tveggja. Þetta er ekki spurning um að vera karlmaður eða kona, það spurning um vald. Gegn hinu foreldrinu um yfirráðin yfir börnunum.

Dómari veit aldrei hvort hann hafi úrskurðað réttilega eða ekki, það er engin eftirfylgni. Svo að þeir geta úrskurðað eins og þeir vilja. Þeir munu aldrei vita hvað gerist. Til að sameiginleg forsjáverði ákveðin þarf fólk að tala almennilega saman. En þau geta ekki talað almennilega saman ef þau eru fyrir hæstarétti eða einverjum dómstól. González segir lausnina felast í sáttamiðlun, þannig má spara peningum, orku og tíma. Hann telur ekkert land gera nóg þegar kemur að foreldraútilokun, sem að hans mati er bæði óþekkt og ósýnilegt fyrirbæri.

Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2020-07-01 | Parental Alienation UK | Erin Pizzey

Erin Pizzey discussing Parental Alienation

Erin Pizzey stofnandi fyrsta athvarfs fyrir þolendur heimilisofbeldis ræðir hér um foreldraútilokun og þær hörmulegu afleiðingar sem slík átök á milli foreldra hafa á börn. Hún leggur áherslu á að setja þarfir barna í forgang og hversu brýnt það er að vernda börn og velferð þeirra með því að takast á við foreldraútilokunarmál, sem hún telur vera orðin það algeng að skilgreina megi þau sem faraldur.

2021-09-09 | PASG Brussels | Bruno Humbeeck

Bruno Humbeeck

Í erfiðum skilnaði geta börn orðið óviljandi vitni, sem getur valdið þeim skaða. Núna er æ meira krafa á foreldra um að skipuleggja umgengni eftir skilnað út frá hagsmunum barnsins. Bruno Humbeeck, prófessor í skólasálfræði og rannsóknastjóri við Háskólann í Mons, er sérfræðingur í seiglu og býður ráðgjöf í fjölskyldufræðslu, tengslum milli heimilis og skóla, neyslu, fíkn og aðstoð við félagsleg vandamál.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email