Gleymda foreldrið: Foreldraútilokun frá sjónarhóli útsetta foreldrisins

Lykilorð
Útdráttur
Rannsóknin beindist að upplifun útsettra foreldra af foreldraútilokun og útilokandi hegðun. Eitt hundrað tuttugu og sex útsettir foreldrar svöruðu opinni spurningu í lok netkönnunar og sögðu frá reynslu sinni. Stuðst var við þemagreiningu Braun og Clarke (2006) til að greina þemu í gögnunum. Greind voru sex þemu sem lýsa reynslu útsettra foreldra af foreldraútilokun og útilokandi hegðun. Útsettir foreldrar lýstu því hvernig þeir upplifa líkamlega og tilfinningalega viðskilnað við börn sín, og þeir lýstu hvernig afskipti þeirra af „kerfum“ eins og réttarkerfi og barnaverndarkerfi taki af þeim toll, fjárhagslega og tilfinningalega. Foreldrarnir lýstu vanlíðan og áhyggjum af andlegri velferð barna sinna. Útsettir foreldrar litu á útilokandi hegðun sem birtingarmynd heimilisofbeldis. Útsettir foreldrar sýndu einnig fram á virka spjörunarhegðun (e. coping behavior). Niðurstaðan er sú að þörf sé á frekari rannsóknum, svo hægt sé að öðlast dýpri skilning á foreldraútilokun. Geðheilbrigðisstarfsfólk og lögfræðingar þurfa að vinna saman, svo hægt sé að veita útsettum foreldrum viðunandi stuðning.

Please wait while flipbook is loading. For more related info, FAQs and issues please refer to DearFlip WordPress Flipbook Plugin Help documentation.

Stafrænt kennimerki:
Höfundarréttur:
Foreldrajafnrétti
Útgáfudagur:
Mars
2023
APA
MLA

Deila grein

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email