Foreldraútilokun, reynsla útsettra foreldra í Tyrklandi

Lykilorð
Útdráttur
Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu útsettra foreldra í Tyrklandi af þeim útilokandi aðferðum sem notaðar voru til að útiloka þá frá barni sínu. Rannsóknin kannaði einnig skoðanir útsettra foreldra á þeirri þjónustu sem þeir fengu hjá fagaðilum innan geðheilbrigðisþjónustu og hjá lögfræðingum meðan á aðskilnaði fjölskyldunnar stóð. Áttatíu og fjórir útsettir foreldrar tóku þátt í og luku við netkönnun. Könnunin fólst í spurningum varðandi félags- og lýðfræðilegar upplýsingar, spurningum varðandi reynslu útsettra foreldra sem rannsakendur sjálfir mótuðu og spurningum um 13 útilokandi aðferðir sem lýst hefur verið í fræðunum. Meirihluti þátttakenda voru karlkyns (94%) og meðalaldur þeirra var 42 ár. Þátttakendur greindu frá því að hafa sætt margvíslegum aðferðum útilokunar og næstum helmingur þeirra hafði ekki hitt barnið sitt, þrátt fyrir að dómsúrskurður um umgengni lægi fyrir. Helmingi þátttakenda hafði verið vísað til fagaðila innan geðheilbrigðisþjónustu meðan á skilnaðarferlinu stóð og flestir voru þessir þátttakendur þeirrar skoðunar að fagaðilarnir hefðu ekki nægilega þekkingu á foreldraútilokun. Að sama skapi var skoðun flestra þátttakenda sú að þeir lögfræðingar sem þeir áttu í samskiptum við, hafi ekki haft nægilega þekkingu á foreldraútilokun. Þátttakendur sögðust einnig hafa upplifað vonleysi, örvæntingu, einmanaleika, kvíða og ekki getað notið lífsins. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir gerðar á þátttakendum frá öðrum löndum.

Please wait while flipbook is loading. For more related info, FAQs and issues please refer to DearFlip WordPress Flipbook Plugin Help documentation.

Stafrænt kennimerki:
Höfundarréttur:
Foreldrajafnrétti
Útgáfudagur:
Apríl
2023
APA
Torun, F., Matthewson, M. L., & Torun, S. D. (2023). Foreldraútilokun, reynsla útsettra foreldra í Tyrklandi. Leyfi til að elska, 1(4), 5–14. https://doi.org/https://doi.org/10.33112/ltae.4.1
MLA
Torun, Fuat, et al. “Foreldraútilokun, reynsla útsettra foreldra í Tyrklandi.” Leyfi til að elska, vol. 1, no. 4, Apr. 2023, pp. 5–14, https://doi.org/https://doi.org/10.33112/ltae.4.1.

Deila grein

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email