Foreldrajafnrétti óskar öllum mæðrum til hamingju með daginn 💕 Börn eru stærsta gjöfin sem makar færa hvort öðru og því ber að fagna og virða, hvort sem foreldrar búa saman eða ekki. Hagur og velferð barna ræðst af því hvort við virðum hlutverk mæðra og feðra gagnvart börnunum okkar og gagnvart hvort öðru. Á Íslandi eru margar mæður útilokaðar frá börnum sínum. Þessi dagur er einstaklega erfiður fyrir þær og hjörtu okkar slá með þeim ❤️❤️❤️