Í dag, 25 apríl, er alþjóðlegur vitundarvakningardagur um foreldraútilokun (Parental Alienation).

Foreldraútilokun er tilfinningalegt ofbeldi á barni og ofbeldi í nánum samböndum, þar sem annað foreldrið, oftast lögheimilisforeldrið, innrætir andúð á hinu foreldrinu í barn og/eða útilokar hitt foreldrið úr lífi barnsins.

Börn sem verða fyrir foreldraútilokun eiga á hættu að mynda sálræn eða líkamleg einkenni sem geta haft áhrif á lífslíkur þeirra og heilsu á fullorðinsárum. Hlustum á sérfræðinga og vinnum gegn þessu ofbeldi á börnum ❤